17 ára máttu taka mótorhjólapróf og keyra hjól sem eru ekki kraftmeiri en 25kW (og það er ekki það sama og 250cc. ég td. átti 500cc götuhjól sem var 20,5 kW). Þegar þú ert búinn að vera með prófið í tvö ár þá færð þú sjálfkrafa stærra prófið, þ.e.a.s. þú mátt keyra hjól sem eru yfir 25kW. En ef þú hefur ekki tekið mótorhjóla prófið og ert orðinn 21 árs þá þarftu ekki að vera í tvö ár á minna en 25kW, mátt fara beint á stóru græjurnar.
Takið mark á þessu, þetta er ekkert bull. Sjálfur tók ég prófið 17 ára og er í dag 19. Búinn að hjóla í tvö ár á 500cc hjóli og bíð spenntur eftir 15júni svo ég megi hjóla á Intrudernum mínum;)