Bölvanlegt að þurfa að tilkynna þetta. En því miður verður ekki keppt hérna á Klaustri í ár.
Menn spyrja eflaust um ástæðuna og skýringin er sú að ég hef bara ekkert land til að vinna með og það er víst algerlega ómissandi hluti í keppnishaldi sem þessu.
Ég þakka öllum þeim sem hafa komið að þessari keppni í þessi fimm ár sem ég hef staðið fyrir henni, jafnt starfsmönnum sem keppendum. Vona að þetta hafi vakið augu okkar hjólamanna að allt er hægt.
Kveðja Kjartan


Tekið af www.motocross.is