Munurinn á tvígengis og fjórgengis er sá að Snerpan er mikil í tvígengishjólunum og torkið í fjórgengis, Tvígengishjólin vinna langbest í háum snúning og eiga þau alltaf að vera í háum snúning því það fer líka illa með kertin og þau verða fljótt ónýt ef maður er mikið í láum snúning og er með það mikið í hægagangi á tvígengis. Á tvígengis þarf að blanda tvígengisolíu við bensínið sem mörgum finnst leiðinlegt og mikið vesen, þau eyða talsvert miklu bensíni því það eitthvað fer alltaf meira bensín með stimplinum en á að fara. Semsagt nýtist ekki allt bensínið en það veit þetta örugglega einhver betur en ég um þessi stimpil mál. Smurning vélarinnar er í gegnum bensínið á tvígengishjólunum en mótorolíu á fjórgengis.
Fjórgengis hjólin vinna best á láum snúning og er þar torkið í aðalhlutverki en snerpa í tvígengis. Það er minni bilanatíðni í fjórgengis, en tvígengis eiga það til að vera með vesen af og til, t.d. kerti og það þarf að blanda rétt bensínið og fleira. Það þarf ekki að blanda bensínið á fjórgengis. Stimpillinn endist mikið lengur í fjórgengis og er talað um að stimpill endist um 30 tíma í tvígengis en um 120 í fjórgengis en ég veit það sjálfur að það endist mikið lengur en 30 tíma í tvígengis en þetta er örugglega fyrir þá sem eru að keppa r some.
Af minni reynslu finnst mér miklu skemmtilegra að eiga fjórgengis ef maður lítur á það viðgerðalega séð hehe, ég átti 250cc tvígengis og var það alltaf eitthvað að, maður var oft að skipta um kerti og alskonar vesen og t.d. ef maður blandar of mikið tvígengisolíu í bensínið þá vill hjólið stundum ekki ganga hægagang og gengur leiðinlega eða bara fer ekki í gang og sama á við það ef það er of lítil tvígengisolía. En eftir að ég fékk mér 250cc fjórgengis hef ég aldrei þurft að gera við en maður þarf náttúrulega að skipta um stimpil og þetta venjulega viðhald sem þarf að gera við öll hjól sama hvort þau eru tvígengis eða fjórgengis.
En þetta var nu svona smá fyrir þig til að vita munin á tvígengis og fjórgengis. spurðu bara ef þú vilt vita eitthvað nánar.