Vélhjólaíþróttaklúbburinn fagnar dómsniðurstöðum
Í tilefni af nýföllnum dómum í Héraðsdómi Suðurlands, þar sem vélhjólamenn voru sýknaðir af ákæru um utanvegaakstur, vill stjórn og Umhverfisnefnd Vélhjólaíþróttaklúbbsins koma eftirfarandi á framfæri:
Síðustu misseri hefur farið fram mikil umræða farið fram um ætlaðan utanvegaakstur á vélhjólum og landspjöll af völdum þeirra. Sú umræða hefur m.a. leitt til þess að löggæsluyfirvöld hafa stöðvað akstur vélhjóla á fjölförnum torfæruslóðum á þeirri forsendu að um væri að ræða ólögmætan og refsiverðan utanvegaakstur samkvæmt náttúrverndarlögum.
Niðurstöður fyrrgreindra tveggja dóma, um meintan refsiverðan utanvegaakstur, eru að akstur vélhjóla á vegum, götum, slóðum eða stígum er heimill. Með þessu hefur langvarandi réttaróvissu um skilgreiningu á heimildum vélhjólaökumanna verið eytt.
Stjórn og Umhverfisnefnd Vélhjólaíþróttaklúbbsins fagna framangreindum niðurstöðum og hvetur alla vegfarendur, vélhjólamenn sem og aðra, til þess að ganga vel um náttúru Íslands og sýna öðrum útivistar- og ferðamönnum fyllstu tillitssemi og virðingu.
Tekið útaf www.motocross.is