Sæll.
Ef þú ert að byrja í þessu, og ert 14 ára mæli ég með því að þú byrjir á 250cc, það er alveg nægur kraftur í því fyrir byrjenda og lengra komna.
En ef þú hefur eitthverja reynslu af þessu þá er alveg í lagi að fara aðeins ofar í cc tölu, bara eins og þú treystir þér og fyrir þann pening sem þú ert tilbúinn að eyða í þetta:)
En ég mæli nú frekar með bara að byrja á 250cc og fara síðan bara ofar þegar þú ert tilbúinn til þess,250 dugar þokkalega í leik og vinnu(þar að segja ef þú ætlar á vinnuhjól) Ég mæli frekar með því að þú kaupir þér nýtt heldur en notað hjól sem þú veist kannski ekki neitt um, ég hef lent í svoleiðis mistökum og það hjól var alltaf að bila.
En allavega vona að þetta hjálpi þér eitthvað smávegis allavega:)
Kv. Ingi