Ætla að biðja þig um að taka ekki mark á hálvitanum sem að sagði þér að byrja á 50cc hjóli, og heldur ekki þeim sem sögðu þér að byrja á 85cc hjóli, því að ef þú ert 185cm á hæð þá eru þau allt of lá fyrir þig. Hæðin er það sem skiptir máli ekki aldurinn. Fyrsta reglan sem þú þarft að læra er að hlusta ekki á ruglið sem er í gangi hérna á www.hugi.is/motorhjol , ég hef verið að fylgjast með þessu hér stundum og það eru ekki margir hérna sem að vita nóg um mótorhjól til að geta sagt þér til. Kíktu frekar á www.motocross.is og farðu á spjallkorkinn þar, eða erlenda spjallkorka eins og www.thumpertalk.com. En allavega þá væri 125cc tvígengis hjól málið fyrir þig að byrja á, nema þú eigir nægan pening í viðhald þá eru 250 fjórgengishjólin mjög sniðug byrjanda hjól.