Þremur bifhjólum ekið á ofsahraða um höfuðborgarsvæðið

Lögreglumenn við umferðareftirlit mældu bifhjól á 164 km hraða við Smáralind í Kópavogi um klukkan hálf níu i gærkvöldi. Lögregla veitti bifhjólamanninum eftirför og er hann varð þeirra var jók hann enn hraðann og náði að stinga lögreglu af. Lögregla náði þó númeri hjólsins og er málið í rannsókn en 70 km hámarkshraði er á þessum slóðum.

Þá mældu lögreglumenn í Reykjavík tvö bifhjól á 142 og 248 km hraða á Sæbraut í nótt en þar er hámarkshraði 60 km. Fyrra atvikið varð rétt um miðnætti en það síðara um hálftíma síðar og voru ökumennirnir báðir færðir á stöð og sviptir ökuréttindum. Þeir eru samkvæmt upplýsigum lögreglu á fertugs ogfimmtugsaldri.


ok vá mér finnst 142 kanski ekkert það mikið en 248 km hraði er dáldið sjúkt finnst mér sko og sérstaklega ef þetta var gaur á ferugs og fimmtugsaldri :/
Stjórnandi á