Verðuru ekki að spá aðeins meira í þetta, og vera alveg 100 % viss um að þetta tengist 3. gír,
t.d. með því að keyra sama slóðann fram og aftur, á sama snúning, en í mismunandi gír… semsagt hafa allt eins, nema að vera í öðrum gír…
t.d. prófa einfaldan sléttan slóða, eða bara malbik, og próf að vera á góðum snúning í þriðja annarsvegar, og fjórða hinsvegar.
Athugaðu, að ef þú ert að keyra á móti vindi á Thumpstar (ertu á thumpstar ?) þá koka þau alltaf, nema haldið sé fyrir loftsíðna. - Sían er það opin að hjólið fær ekki almennilega loft inná sig í mótvindi, og þá ná þau ekki almennilega upp snúning.
Í þínum sporum myndi ég ekki fikta við blöndunginn, nema að vita
1) hvar lofskrúan er
2) hvar bensínskrúfan er (ég reikna með að þetta sé eins og á gömlum hondum, 2 skrúfur, gæti þó haft rangt fyrir mér).
málið er að ef þú fiktar í þessum skrúfum, án þess að vita hvað þú ert að gera, þá eru góðar líkur á að hjólið þitt versni, og þú náir ekki að stilla það til baka.
Fáðu ráð hjá söluaðila, spurðu hvar stilliskrúfurnar eru, og hvernig þær eigi að vera stilltar (t.d. gæti maður átt að herða í botn og losa 1,5 snúning…)
Þú ættir þó að byrja á því að skipta um kerti í hjólinu, það er auðvitað líklegasta bilunin, bara kaupa þér kerti (t.d. í nítró) og kertalykil og skipta. - Ekki herða nýja kertið mikið í, bara aðeins (meira en að skrúfa með höndum þó).
Ef ekkert dugar, gætir þú þurft að þrífa upp blöndunginn hjá þér….
Thumpstar 110 CC árg. 2006, Yamaha WR 450 árg. 2005. Kitchen Aid hrærivél árg. 2005.