Um að gera að bremsa bæði framan og aftan…
Bezt að koma með smá innslag; það er nefnilega líka hægt að ofnota afturbremzuna; ég á Thumpstar 110 CC 2006 - var að koma grýttan slóða niður af Vaðlaheiði; bremsaði slatta að aftan, enda þægilegt. Það endaði með því að ég gjörsamlega steikti allt bremsukerfið að aftan; uppgvötvaði það löngu eftir að öllum brekkum sleppti, þá var allt orðið glóandi heitt, og þetta endaði með nokkurri æfingu; þurfti að taka allt bremsukefið í sundur og taka allann brennda vökvann af því, og ná lofti af og ná upp þrýstingi…
Ályktun; ekki ofnota afturbremsuna niður brekkur, vertu frekar bara í fyrsta gír; það er lítil kæling á aftur diskinn.
Chao
Thumpstar 110 CC árg. 2006, Yamaha WR 450 árg. 2005. Kitchen Aid hrærivél árg. 2005.