Góð spurning.
1) Alls ekki blanda í bensínið. Ég veit ekki hvort það skiptir máli hvort þú kaupir 95 eða 98 oktan, söluaðili myndi upplýsa þig hvort það skiptír máli (gengur ábyggilega vel á hvorutveggja).
2) Það er auðvitað æskilegt að tilkeyra hjólið eitthvað. En hvað er tilkeyrsla ? - Ég myndi halda að það væri að:
a) láta hjólið ekki erfiða (t.d. á lágum snúning upp brekku)
b) ekki halda því í botni lengi (þó OK að botna það, en ekki halda því á botnsnúning lengi).
-*-
Ég tilkeyrði mitt aðeins; en missti mig um helgina og fór í svaðalegan böðulstúr í stórþýfi á Thumpstar 110 CC hjólum með félaga mínum. Er með massífa strengi, enda að keyra í ofurstórum þúfum, sinu, drullu og snjó. Thumpstarinn skilaði sínu 100 % og ég kláraði daginn með því að fara afturfyrirmig á botnkeyrslu í öðrum gír.
Skemmdi hjólið dátlíð, braut pústfestingu og særði “afturbrettið”.
… stefni á að vera góður við thumpstarið mitt á komandi mánuðum, næsta mál er að herða hjólið dálítið upp (taka á öllum skrúfum nema kannski heddinu), en við höfum týnt ventlahettum (allar lausar) - einnig voru allir bensíntankar lausir (skrúfa fyrir framan tank) - þetta uppgvötvaðist fyrstu helgina.
- Já og svo voru hjólin afgreidd með allt of miklum loftþrýsting í hjólbörðum - þið ættuð að athuga það. Veit reyndar ekki hver hæfilegur þrýstingur er.
Thumpstar 110 CC árg. 2006, Yamaha WR 450 árg. 2005. Kitchen Aid hrærivél árg. 2005.