Ég og frúin vorum að fá hjólin okkar. Þau standa fyllilega undir væntingum og ríflega það. Þau hafa fallegan hægagang, og upptakið er gott á lágum snúningi. Krafturinn í hjólinu á háum snúningi er þó minni (svo sem aukaatriði).
Mér finnst líka fjöðrunin frábær (ég er 80 kg), sem og bremsur. Svo eyðir þetta svotil engu.
Í heildina séð - frábær skemmtun. Hélt að þetta yrði eitthvað asnalegt að vera á svona litlum hjólum, en þau bera mann mjög vel. Konan mín er um 165 á hæð, og hún rétt nær niður, svona til að gefa hugmynd um stærð hjólsins.
Í miklum ójöfnum keyri ég hjólið gjarnan standandi, og eins og ég segi þá er fjöðrunin mjög góð.
Ég er eitthvað að reyna að muna að tilkeyra hjólið, mér er sagt að það sé allt í lagi að botna þau og svona, en maður eigi ekki að halda þeim í botni (lengi). Svo er auðvitað gott að láta þau vinna létt, ekki vera að láta þau erfiða.
Thumpstar 110 CC árg. 2006, Yamaha WR 450 árg. 2005. Kitchen Aid hrærivél árg. 2005.