Ég og bróðir minn vorum að kaupa 4 stk 110 CC Thumpstar af þeim í Nítró. Athugaðu að verðið á 125 CC hjólinu er mun hærra (yfir 200 þús). Skil ekki hvað réttlætir þennan mun, vissulega aðeins stærri vél, og svo er framdempunin víst stillanleg m. gasi í 125 hjólinu.
En allavega, við keyptum slatta af þessum hjólum hjá þeim í Nítró og þeir gáfu okkur góðan díl á þeim. Erum búnir að borga og bíðum nú spenntir eftir að fá hjólin eftir c.a. mánuð.
Það er eitt “supermotard” hjól hjá þeim í Nítró, það gæti verið að það sé 50 CC og skráist þá sem skellinaðra, en þessi ThumpStar hjól eru að jafnaði sem 90CC, 110 CC eða 125 CC.
Endilega sendið inn upplýsingar ef þið hafið frekari uppl. um þessi hjól. T.d. virðist vera voða erfitt að finna hver framleiðir þau, þau virðast bara vera sett saman eftir pöntunum. Ég heyrði t.d. að þegar Nítró pöntunin var gerð, þá var framleiðslan á hjólunum sett í gang.
Það virðast vera vandaðir íhlutir í þessu, vonandi hangir þetta saman…
Hannes
Thumpstar 110 CC árg. 2006, Yamaha WR 450 árg. 2005. Kitchen Aid hrærivél árg. 2005.