Það fyrsta sem þú skalt gera er að fá þér viðgerðabók áður en þú snertir nokkuð, fara svo nákvæmlega eftir því sem hún segir.
Sennilega það síðasta sem ég mundi gera við mína framfjöðrun væri að rífa hana í sundur og setja saman eftir einhverjum sjálfskipuðum sérfræðingum á einhverjum spjallborðum.
Hér eru nokkrar tillögur hvar þú færð þetta.
Umboð fyrir viðkomandi hjól, þeir eru nú sumir reyndar svolítið veruleikafirrtir þegar kemur að verði, ónefnt umboð hér á Íslandi kemst til dæmis að þeirri niðurstöðu að bók sem kostar 50 dollara í USA, og 50 evrur í Þýskalandi kosti 18000 kr á Íslandi.
Ég hef keypt töluvert af bókum á netinu og aldrei hafa þær margfaldast svona í verði á leiðinni til Íslands.
Eftirfarandi eru nokkrir raunhæfari möguleikar.
Bílanaust
www.repairmanuals.com
www.amazon.com
e-bay