ég var að velta því fyrir mér hvað mótorhjólapróf kostar? Þ.e.a.s. heildar pakkinn með ökukennslunni,ökuskóla, próf og skirteini - er einhver meiri kostnaður?
Þá ertu þú ekki að borga fullt verð.. amk ekki miðað við daginn í dag.
Ökuskólinn (sem er skylda og tekur 5 virk kvöld) kostar 17 þús., tímar hjá ökukennara kosta í kringum 32 - 40 þús., prófgjaldið er um 3500 - 4000, inní prófgjaldinu er nýtt skírteini.
Ég checkaði betur á þessu og fann út að ökuskólinn í mjódd kostaði 12.500 Síðan borgaði ég kennaranum 30kall og einhvern 3-4þús fyrir prófið. S.s. einhvað um 46þús.
Ok, það er rétt hjá þér, mig hefur misminnt með skólann… Ökukennarinn minn setti upp einhvern 38þús. en ég slapp með 31þús, ætli það sé ekki bara default afsl.
Ég er að læra hjá manni sem heitir Njáll Gunnlaugsson, hann er frábær kennari, og á fín hjól og það eru bara 2 í tíma í einu hjá honum sem þýðir að hann getur einbeitt sér betur að því að sinna þér.
Ég tók prófið fyrir tveimur árum. Kennarinn var líbó á þessu, ég borgaði honum 25.000 svart fyrir ökukennsluna og fékk að sitja einhver kvöld í ökuskólanum (sem hann rak), borgaði svo c.a. 5000 í próftökugjald og endurnýjun skírteinis, þanni að þetta fór í rétt 30.000. - Þetta var ekki í Rvk, og ég var vanur að keyra hjól - og var um 25 ára gamall þannig að ég tók próf á stórt hjól… -*-
Thumpstar 110 CC árg. 2006, Yamaha WR 450 árg. 2005. Kitchen Aid hrærivél árg. 2005.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..