Það er fínt að tjékka á þessum atriðum þegar þú skoðar hjólið áður en þú kaupir það. Fann þetta á www.icemoto.com:
-Dekk, bremsur, keðja og tannhjól: Þessir hlutir slitna hvað mest ef þú þarft að byrja á því að skipta um þetta þegar þú færð hjólið eykur það kostnaðinn. Þessir hlutir segja ekki bókstaflega til um ástand hjólsins en ef að bremsunrar, keðjan og tannhjólin eru slöpp þá eru miklar líkur á að hjólið hafi ekki alltaf fengið það viðhald sem það á skilið.
-Loftsía: Loftsíu þarf að þrífa reglulega, kíktu á loftsíuna. Ef að hún er haug drullug þá geturu rétt ímyndað þér hvað mikið magn af drulluni hefur náð að komast inn í blöndunginn.
-Dempara pakkdósir: Þrýstið framdemparanum saman nokkrum sinnum. Ef það situr olía eftir á dempurunum þíðir það að pakkdósirnar standa ekki fyrir sínu.
-Stellið: Skoðið stellið athugið hvort það séu sprungur í samskeytum eða hvort þið sjáið skekkjur.
-Plöstin: Ekkert stórmál, en útlitið á plastinu segir svona nokkurnveginn til um hvernig meðferð hjólið hefur fengið í gegnum tíðina. Ef það er allt í rispum og í rusli hefur hjólið líklega fengið að kenna á því. Það má þó ekki vera of ýktur í að dæma plöstin því að sjálfsögðu rispast þau eitthvað.
-Þjappann: Spurjið hvað er langt síðan skipt var um stimpil og/eða hringi á tví-gengis hjólum eru ca 40-60 tímar rétti tíminn til að skipta um stimpil.
-Legur: Athugið legur í dekkjum, afturgaffli og linknum. Athugið hvort það sé slag í dekkjunum ruggið þeim örlítið til hliðar með hendini ekki vera feimin við að taka soldið á því. Legurnar í afturgaffli og linknum getið þið skoðað mað því að lyfta upp afturdekkinu þegar hjólið er á standi.
-Kúpling: Takið í kúplinguna, er hún of stíf ? heyrist í “ískur” þegar tekið er í hana. Athugið hvað er búið að strekkja hana mikið til að sjá hvað hún eigi að endast mikið. Setjið hjólið í gang og kúplið heyrist asnalegt hljóð þegar þið setjið hjólið í gír ?
-Púströr: Ef þú ert að kaupa tví-gengis hjól er mikilvægt að bæði púströrið og hljóðkúturinn séu eins heil og hægt er, ef það er stór beygla í pústinu getur hjólið misst allt að 20% af kraftinum. Athugið pakkningar við byrjun og samskeyti á pústunum athugið hvort það pústi nokkuð út.
Ef þessir hlutir eru í lagi er það merki um að hjólið hefur fengið gott og reglubundið viðhald og ætti því að vera í topplagi.
Að lokum vil ég benda fólki á að það er EKKI í lagi að keyra hjól innanbæjar, ekki einu sinni bara í götuni þótt þú sért að skoða hjólið, ef þið viljið fá að prófa hittist þá næst þegar eigndinn fer að hjóla. Langflest slys gerast á lánshjólum.