Ég var að kaupa mér hondu mt-5 50cc árg.'96 og er að fara að fá númer á það og skoðun. Þá hefjast vangavelturnar hvort ég komi því í gegn.
Það sem er að hjólinu er eftirfarandi:
-Á eftir að kaupa mér afturljós. Geri það fyrir skoðun.
-Hlífin á framljósinu er brotin en háa og lága ljósið virkar fínt að framan.
-Hraðamælirinn virkar ekki, held að það sé slitinn barki eða álíka. Hann verður líka lagaður fyrir skoðun.
-Headpakkningin frekar slöpp.
Haldiði að ég komist með það í gegnum skoðun ef ég laga ljósin og hraðamælirinn ?
Veit ekki í hvernig standi legurnar eru í stýrinu, en hjólið beygjir vel amk.
Hjólið er mjög lipurt og hraðskreytt. Lyftir framdekkinu þegar þú skiptir í 2 og 3 gír.
Sennilega búið að taka innsiglið úr pústinu. Annars á ég 2 önnur púst til viðbótar.
Síðan vill ég ekki lenda á einhverjum strangum og leiðinlegum gaur sem skoðar ÖLL smáatriði. Vitið þið um einhvern sem þið hafið látið skoða hjólið ykkar þó að það væri pínu tjúnað og kannski eitthvað smá að, og hann hafi hleypt ykkur í gegn ??
Hvað kostar síðan að fá þetta gert ?