Já, það vildi svo óheppilega til að ég var áðan að keyra úti á hjólinu mínu, nánar tiltekið á “flóttamannaveginum” (sem liggur frá Kaldárselsvegi að Rauðavatni), og þá kemur það fyrir að við golfvöllinn Oddfellow, sem er ekki það langt frá Heiðmörk, slitnar bensínbarkinn minn. Og ég reyndi og reyndi að festa þetta einhvernveginn en svo gafst ég upp og þurfti að reiða hjólið til baka.Þetta er ekkert erfitt að gera við, en bara svekkjandi að þetta gerðist, því þar sem ég bý frekar langt í burtu frá þeim stað sem þetta gerðist var þetta frekar leiðinlegt, þar sem ég var búinn að vera að keyra í svona 10mínutur í morgun áður en þetta gerðist. Og í þokkabót er lokað í umboðinu í dag þannig ég get ekkert keyrt það sem eftir er af helginni, og ég sem ætlaði að keyra mikið þessa helgi.
hafið þið einhverntíman lennt í svona “svekkjandi” atviki?