“If it starts I can race it”
Til Sölu???
Mér áskotnaðist nýlega alveg gífurlega hjólabakteríu, tók prófið síðasta sumar bara af því að ég hafði orðið aldur en núna bara verð ég að eignast hjól. Maður hefði haldið að þetta ferli væri kannski ekki svo flókið en það er nú ekki raunin. Ef að maður hefur ekki efni á nýjum racer einsog ég ætla mér að kaupa þá er maður bara ekkert í góðum málum. Ég er búin að hringja og skoða og leita að notuðum racer á u.þ.b. 500 þú og ég stend uppi með kannski 3-4 hjól sem ég get valið úr um. Er hreinlega svona lítið af þessum hjólum til sölu eða er ég bara að leita á vitlausum stöðum??? Ég get reyndar skilið það að menn sem eiga svona notuð hjól sjái ekki hreinlega hag sinn í að selja þau, þar sem að peningarnir sem að liggja í þessu eru ekki það miklir. Endilega ef að þið hafið eitthvað innlegg þannig að ég geti jafnvel rambað á eitt hjól þá póstið það inn.