er ekki lögfræðingur en gróf þetta upp úr lagasafni á althingi.is
1987 nr. 50 30. mars
43. gr. Eigi má aka torfærutæki á vegi, sem ekki er einkavegur, frekar en hér greinir.
Sá sem þarf að aka yfir veg, sem ekki er einkavegur, má aka eftir veginum skemmstu leið sem hentug er. Sama er ef aðstæður utan vegar gera það nauðsynlegt að aka eftir veginum.
Ökumaður torfærutækis skal nema staðar áður en ekið er inn á veg. Vegfarandi á veginum skal hafa forgang.
Eigi má flytja farþega á torfærutæki, sem er á hjólum, eða á ökutæki sem tengt er við torfærutæki þegar ekið er á vegi, sem ekki er einkavegur, eða á einkavegi þar sem umferð er almenn.
Á vegi, sem ekki er einkavegur, eða á einkavegi, þar sem umferð er almenn, má eigi aka torfærutæki hraðar en 40 km á klst.
Ákvæði 1., 4. og 5. mgr. gilda eigi um akstur í þágu öryggis- eða heilsugæslu.
Í stuttu máli má skilja þetta sem svo að það má keyra á einkavegum og slóðum svo fremi sem landeigandi leifi það og að hjólið sé með rauð númer.
Sé hjólið hinsvegar númerslaust er það ólöglegt hvarvetna.
PS: ótengt þessu máli en hef heyrt þeirri spurningu fleygt fram nokkrum sinnum hverskonar ökuréttindi þurfi fyrir torfæruhjól, Því er svarað í sömu lögum frá 1987 og það þarf annaðhvort bílpróf eða bifhjólapróf til að aka torfærutækjum