Sko, ef peningar skipta máli hjá þér (sem þarf ekki endilega að vera ef þú átt góða summu á reikning eða mjög sveigjanlega foreldra) þá er eldra hjól (ca. 88 til 96) nokkuð ódýr en hagkvæmur kostur.
Ef þú ert að spá í notað og/eða eldra hjól, þá þarftu að vanda valið því sum eru slitin og ljót og slæm að öllu leyti (en geta samt virkað) og önnur eru vel með farin og í stöðugri endurnýjun. Ef þú hefur aðstöðu og einhvern til að hjálpa þér mikið við viðhald þá skiptir þetta ekki endilega miklu, þ.e.a.s. ef þú nennir að eyða miklum tíma í viðhaldið.
Krossari (eða endurohjól!) með 125 cc tvígengismótor væri fínt fyrir þig ef þú ert meðalhár miðað við aldur eða stærri miðað við aldur. Viðhaldið getur þó verið meira heldur en ef um fjórgengismótor væri að ræða. Kraftur og hæð hjólsins eru bæði passleg fyrir þig.
Ef viðhaldið skiptir miklu máli fyrir þig (þ.e.a.s. mikilvægt að það sé í lágmarki) þá er hjól með fjórgengismótor gott fyrir þig, því það er ýmislegt sem ekki þarf að skipta jafn oft um í fjórgengis vél eins og þarf að skipta um í tvígengisvél. Vélarstærðin 200 cc til 300 cc (þá á ég við fjórgengisvél) væri fín fyrir þig, bæði hvað viðkemur hæð hjólsins og kraft.
Þú þarft að átta þig á því að viðhald verður alltaf til staðar, sama hversu nýtt og fullkomið hjól þú kannt að kaupa þér.
Þegar þú (kaup-)skoðar notað hjól þá skaltu alltaf hafa mann með þér sem hefur nokkra reynslu af vélum eða mótorhjólum sem getur yfirfarið ýmsa hluti sem þú hefur ekki reynslu af. Hann getur síðan sagt þér hvernig ástandi þetta hjól er í, þó seljandinn vilji meina eitthað um ástandið þarf það ekki endilega að vera rétt, jafnvel þó seljandinn haldi það sjálfur. Þú veist ekki endilega hvort seljandinn hefur mikla reynslu og kunnáttu á viðhaldinu, eða hvort hann er jafnvel að ljúga!
P.s.
Ég er alls ekki að reyna að kasta neinni rýrð á hreinskilni og heiðarleika seljenda (sel stundum sjálfur, en kaupi einnig). Ég er einungis að benda á það viðmót sem kaupandi á að hafa til að geta fullvissað sig um heiðarleika og hreinskilni seljanda og hið raunverulega ástand hjólsins.