Það er rétt að mótorarnir hafi verið að fara í sumum 250f en margir vilja meina að það sé því að menn hoppa af 125'um og keyra 250f hjólin eins og það sé 125, síðan reka sumir líka hjólið óvart niður um gír þegar þeir eru í botn gjöf og þá fer snúningurinn upp í eitthverja 18-19þús snúninga og ventlarnir koma niður í stimpil og brotna og eyðileggja mótorinn.
En það er alveg rétt, ef að mótorinn fer í 250f, þá er það dýr viðgerð!! En flest hjól hafa verið mjög áreiðanleg og ef þau fá rétt viðhald ganga þau flest vel, eins og mitt er 2003 og hefur aldrei klikkað, enda skipti ég alltaf reglulega um olíu og sinni öllu viðhaldi.
En tvígengis mótorarnir bila samt oftar, en þú gætir gert tvígengis mótor upp svona um það bil 4 sinnum fyrir sama pening og fjór gengis mótor.