Re: Motorhjol fra italiu
aprilia þann 11. maí - 00:00
Sæll,
Gott væri ef að þú gætir komið nokkrum Íslendingum á aprilia og enn betra ef að þú gætir reddað þessum hjólum á lægra verði en ég.
Eitt sem skal hafa í huga þegar versluð eru hjól að utan og flutt inn að það eru nokkur gjöld sem leggjast á, tökum sem dæmi;
aprilia RS50 2004 kostar hjá mér eða Vélhjólum og Sleðum 413.152 kr
ef dregið er frá því kostnaður við númer og skráningu dragast frá c.a. 15.000 kr og eftir situr þá 398.152 kr sem stendur af 24,5% Virðisaukaskatti 398.152 kr / 1.245 = 319.801 kr
af því dregst svo 30% vörugjald 319.801 / 1.3 = 246.001 kr sem er verðið sem hjólið má kosta komið til Íslands með flutningi og uppskipun.
Ég efast um að flutningur á einu aprilia RS50 sé undir 30.000 kr og þá er verðið sem hjólið má kosta á Ítalíu eða annarstaðar erlendis einungis, 206.001 kr.
Til gamans má geta að ég hef 1 RS50 og 1 MX50 sýningarhjól sem eru bæði með 70cc race cylinder, head, complete race pústi og 21mm blöndung og ná rúmlega 130 km hraða og eiga að seljast á 379.000 - 399.000 kr með kittinu sem kostar um 72.000 kr fyrir utan ísetningu.
Kær kveðja með tilhlökkun um verðin sem þú getur reddað,
Unnar Már
aprilia@aprilia.is
S:544 4848
_______________________________________
Here you go :l