Þú skalt ekki fá þér 600cc hjól, þau eru bara stórir hlunkar, 450cc enduro hjól eru mjög fín, ég var sjálfur á Yamaha WR-450f og var mjög ánægður með það en skipti niður í YZ-250f (fjórgengis kross hjól) en skipti bara niður því ég var farinn svo mikið í krossið og vildi eitthvað léttara, myndi mæla með að þú fáir þér 450cc ef þú ert reyndur á götuhjólunum eins og þú segir.
Byrjaðu bara ekki á því að snúa rörinu í botn, farðu rólega af stað og lærðu á hjólið, 450cc í svona hjólum er alveg hellingur!! Lærðu bara á þínum hraða og ekki láta aðra espa þig upp, annars endarðu bara í meiðslum.
Og fyrst þú varst að spurja hvort þú þyrftir að fá þér 600-650cc þá tók ég auðveldlega 600cc enduro hjól á WR'inu nema kanski í enda hraða en WR'ið fer upp í svona 150-160km/klst á “stock” gírun sem mér finnst alveg miklu meira en nóg á svona hjóli.