Flestar íslenskar frístunda tryggingar undanskilja slys á vélknúnum ökutækjum, sem er svo mikið rugl að það hálfa væri nóg :(
Kannski er ég á algjörri villi götu hér en skoðun mín er sú að utanvega mótorhjóla íþróttir séu bara ekkert mikið hættulegra en t.d. skíðamennska. Alvarleg mótorhjóla slys eiga sér oftast stað í umferðinni Þar sem bílar og hjól koma saman, ef malbikið og bílarnir eru teknir úr myndinni stendur eftir hraði sem oftast nær er ekki mikið meiri en meðal skíðamaður gæti náð í bruni. Sem bendir til þess að þessi klausa tryggingarfélagana sem undanskilur slys á vélknúnum ökutækjum er ekki til neins annars en að þvinga okkur til að kaupa fleiri tryggingar.
Hvernig er það annars er einhver hérna sem hefur þekkingu á erlendum tómstunda tryggingum er það líka viðtekin venja erlendis að vera með þessa vélknúnu undanþágu?