Okey af því við sjáum ekki 125cc flokkin á Sýn þá verð ég að fá að segja ykkur nýjustu fréttir úr East 125cc flokknum. Bubba Stewart (KX 125) er kominn aftur eftir meiðsli. Gerði sér lítið fyrir og sigraði (auðveldlega). En þá þarf að fara að tala um annað sætið. Þar var á ferð Broc nokkur Hepler #54 (RMZ 250). Þessi strákur nýgræðingur í supercrossinu og ekki nema 16 ára. Veit ekki hvort margir eru búnir að sjá hann keyra en hann er geðveikur. Hélt að hann ætti nú aldrei séns í þessu góðu gaura eins og Eric Sorby og félaga. Fylgist með þessum strák MAGNAÐUR, næsti Bubba.
Eric Sorby (KXF 250) endaði þriðji.
Travis Pastran #199 er orðin 100 % heill og er farinn að æfa og æfa og æfa á fullu aftur. Hann stefnir að því að mæta til leiks í St. Louis Supercrossið. Hann var að hugsa um að fara í 125cc flokkin og keppa við Bubba en hefur ákveðið að koma inní 250cc flokkinn. Hann segist ekki koma nema að hann sé með alveg 100% heilsu og í 100% æfingu, því hann kemur ekki aftur nema til að vinna, hann nennir ekki að vera bara með, hann vill SIGUR !!!!!!
Þannig við eigum eftir að sjá harða baráttu í 250cc flokknum á næstunni ÓÓJE !!
Hægt að sjá meira á www.icemoto.com