Spurt & svarað
Hér eru nokkrar algengar spurningar um MotoXskólann …
Spurning: Fyrir hverja er MotoXskólinn?
Svar: Alla sem eiga hjól og vilja læra að keyra rétt. Hvort sem þú ert vanur eða óvanur þá geta allir lært og bætt sig í MotoXskólanum. Ungir sem aldnir … það eru allir velkomnir!
Spurning: Er skólinn bara fyrir þá sem ætla að keppa í motocross?
Svar: Alls ekki …en það skemmir ekki að hafa gaman af því. Það er mest æft í motocross brautum og ökutæknin er fengin úr motocross en allar þessar æfingar gagnast þér líka þegar þú keyrir enduro eða bara þegar þú ert að leika þér. Það er oft sagt að ef þú ert góður motocross ökumaður þá allt annað léttur leikur.
Spurning: Þarf maður að eiga motocoss hjól?
Svar: Þú þarft að eiga hjól, en það má alveg eins vera enduro hjól.
Spurning: Er skólinn bara fyrir þá sem eiga Suzuki mótorhjól?
Svar: Alls ekki … það eru allar tegundir velkomnar í skólann. Hvort sem þú keyrir á Suzuki, Kawasaki, Hondu, Yamaha, KTM, TM, Husqvarna, Bultaco, Maico, Cannondale eða bara CZ.
Spurning: En hvað er þetta með Suzuki og MotoXskólann?
Svar: Suzuki styrkir skólann og alla þá sem kaupa ný Suzuki motocross hjól. Ef þú kaupir nýtt Suzuki motocross hjól eða púka hjól (Jr 50 & Jr 80) þá færðu gjafabréf í MotoXskólann með í kaupbæti. Allir nemendur fá sömu kennslu og hefur þetta í raun ekkert að gera með það hvernig skólinn er rekinn.
Spurning: Hvað er æft oft og hversu lengi eru æfingar?
Svar: Það eru tvær æfingar í viku og hver æfing er í 3 tíma. Það er ekki búið að ákveða klukkan hvað þær byrja og en það verður æft á virkum dögum. Ég læt vita um leið og ég veit hvaða dagar verða fyrir valinu. Varðandi púka æfingar þá er ekki komið uppkast af þeim æfingum. Það verður ákveðið í samráði við foreldra þeirra. Ef þú ert foreldri og hefur áhuga á að senda púkann þinn í skólann endilega sendu mér þá línu um það hvaða tími myndi henta þér best. Þú getur sent mér mail hér
Spurning: Ég á 80cc hjól. Hvort verð ég á púka - eða MX æfingum?
Svar: Þú ferð á MX æfingar (80cc - 450). Púkar eru þeir sem keyra litlu hjólin PW50, PW80, TT90, KX65, RM65, JR50, JR80, Z50 o.sv.fr.
<br><br>————————————————-
<font color=“#0000FF”>Langston</font>
————————————————-
<a href="
http://wWw.TeAmKfC.tK">wWw.TeAmKfC.tK</a>
————————————————-