Jæja núna loksins er hjólið aftur komið á götuna eftir að mér tókst að krassa því núna eitt kvöldið.
Mér datt ekki í hug að kaupa alla varahlutina af Hondu umboðinu á Íslandi og fór því á David Silver spares sem er einmitt tengill fyrir hér á huga/mótorhjól. Ég ætla samt að spyrja Bernharð um verðið á hlutunum og mun setja það hingað inn.
Ég fékk pakkann afhentan á mánudaginn eftir aðeins um 3 virkadaga í bið.
Það sem ég pantaði var
Afturgaffall með legum
Báðir speglarnir
2 litlar vélahlífar (vatnsdæluhlíf og kveikjuhlíf)
keðja
keðjustrekjari
petalasamstæðan öll.
fram-aftur stefnuljósin á vinstri hlið.
Allt þetta kom og kostaði um 80 þús. Þetta voru allt orginal hlutir.
Ég mæli eindregið með því að þið verslið hjá David.