Um daginn undirritaði VÍK (Vélhjólaíþróttaklúbburinn) samning við Reykjavíkurborg um afnot af Álfsnesi undir motocross-braut til næstu 17 ára. Um er að ræða um 16 hektara lands og munu framkvæmdir við motocross braut hefjast í næstu viku og mun þeim ljúka á vormánuðum. Væntanlegur er til landsins sænskur sérfræðingur í gerð motocross brauta og mun hann hafa yfirumsjón með framkvæmdum.
Á svæðinu verða brautir fyrir krakka og unglinga auk þess brautar í fullri stærð skv. alþjóðlegum stöðlum. Fyrsta Íslandsmótið verður á brautinni í ágúst.
Vélhjólaíþróttaklúbburinn verður 25 ára í haust og hefur aldrei haft varanlega aðstöðu til iðkunnar íþróttarinnar. Hefur klúbburinn verið með aðstöðu á 32 stöðum á þessum aldarfjórðungi. Um 300 meðlimir eru í félaginu og alls er áætlað að 500 menn og konur stundi motocross á höfuðborgarsvæðinu. Mikill fjöldi stundar einnig íþróttina á landsbyggðinni og eru keppnisbrautir á Ólafsvík og Akureyri, í Vestmannaeyjum og fleiri stöðum. 14 keppnir í motocross, enduro og íscrossi eru skipulagðar víðsvegar um landið á árinu og keppenda fjöldinn mun nálgast 200. Aldur þeirra er frá 12 ára og langt yfir fimmtugt.
Djöffull hlakkar mer til að fara keyra þarna þetta er ekki langt fra minu heimili :D það kemur sænskur gaur sem er snilli i brautar málum og mun hanna brautirinar .
Það verða um 5 brautir þarna a einum stað það er bara snild kanski freestyle pallar og vona eg að það verði gert, en hvað finnst ykkur um þetta????.
p.s smá af þessy tekið af motocross.is og smá eftir mig sjálfann ;)