Vefstjóri er rétt í þessu að komast til “hjóla”-meðvitundar. Annríki hefur sett svip sinn á vefinn undanfarna daga þar sem enginn tími hefur verið til að viðhalda vefnum.
Síðastliðinn laugardag hélt Púkinn ehf. opnunarhátíð. Verslunin er í kjallara Fellsás 4 í Mosfellsbæ og er ekki hægt að merkja neina yfirbyggingu á rekstrinum. Þetta endurspeglast í verðlagi þar sem vörur voru í ódýrari kantinum.
Úrvalið er drjúgt en þó ekki eins mikið og hjá stærstu verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Vefstjóri hefur ekki haft þann vana að skrifa verðin á hinum ýmsu hlutum hjá sér. Hluti af vörunni er nýr hér á Íslandi en þó gat vefstjóri fundið stöku vöru sem hann vissi nokkurnveginn hvað kostaði annarsstaðar. Sama merki, sama vara, á allt að fjórðungi lægra verði en hann hafði séð. Vefstjóri er hinsvegar engan veginn dómbær á meirihluta vörunnar. Fatnaðurinn, hjálmarnir og annað tilfallandi var allt frá þekktum framleiðendum.
Púkinn ehf. er tvímælalaust samkeppnishæfur og ef menn vilja viðhalda almennri samkeppni og horfa í aurinn þá þarf að bæta þessari verslun við rúntinn.
Óskar ágúst Púkinn ehf. til hamingju með opnunina.