Ég og pabbi erum báðir á Kawasaki KDX ég er á 250 árg 1991 en pabbi á 220 árg 2000. Það kom mér mikið á óvart að gamla hjólið var að fara meira en nýja hjólið!. Við vorum að hjóla í gryfjunum á Gunnarsholti rétt hjá hellu þar sem torfæru keppninn var haldinn í haust. Pabbi er aðeins betri ökumaður ef eitthvað er enn samt var hjólið mitt að fara meira en hann. Ég fór allar brekkurnar sem ég reyndi að fara með því að byrja alveg neðst niðri og bara að láta vaða. Pabi þurfti hinsvegar alltaf að keyra upp hálfa brekkuna og bruna niður til að komast alveg upp.
Svo er hjólið miklu hraðskreiðara! og er að mínu mati soldið þægilegra í torfærum þó að það sé þægilegra að keyra hjólið hans pabba á sléttu svæði.
ég skil ekkert í þessu ??? hvernig má það vera að 91 árg slái 2000 árg við ?