Honda, Yamaha, Suzuki, Kawasaki og KTM eru allt mjög góð hjól. Þetta er nú eiginlega meira spurning um smekk hvers og eins, og hvernig viðkomandi passar á hjólið, þau geta nefnilega verið mjög mismunandi að sitja á.
Einnig er annað sem háir þessu soldið hér á landi og það eru umboðin, þeir sem ekki hafa tök á að panta sjálfir varahluti að utan eru náttúrulega mjög háðir þeim. Svo hafa líka verðlistarnir hjá sumum umboðum verið soldið ævintýralegir ásamt biðtímanum eftir hlutunum. Þú ættir að skoða alla þessa hluti áður en þú tekur endanlega ákvörðun.
Ef þú ert að pæla í hvert þessara hjóla er fljótast hringinn á brautinni, þá skiptir nú hæfni ökumannsins meira máli heldur en hvað stendur á hjólinu.