Það er alveg rétt að þessi munur er ekki svo mikill, stærri hjólin hafa þó meiri hámarkshraða og hröðun td frá 140-240. Hraðinn eða aflið er hins vegar ekki það sem gerir þessi hjól hættuleg heldur ökumennirnir. Það ætti að mínu mati að vera uþb 30 hp hámark fyrsta árið og 60 hp annað árið sem fólk hefur mótorhjólapróf, burtséð frá því hvað fólk er gamalt þegar það tekur prófið. Slys þar sem bara eitt hjól fer útaf eða krassar eru oftar en ekki vegna þess að fólk er á hjóli sem það ræður ekki við, eða að reyna hluti sem það ræður ekki við. Hvort tveggja kemur einmitt oft fyrir þegar fólk er á of stórum hjólum miðað við getu. Flest banaslys og alvarleg slys verða nú samt þegar hjól lendir í árekstri við bíl, oft virða ökumenn bíla ekki rétt hjólanna en oft bara hreinlega sjá menn ekki hjólið. stundum hefði hjólamaðurinn sjálfur getað afstýrt slysinu, það er nefnilega ekki mjög heppilegt að keyra hjól með “ég er í rétti” hugarfarinu. Hins vegar virkar ágætlega að gera bara ráð fyrir því að allir hinir í umferðinni ætli að keyra mann niður og maður eigi engan rétt, hefur allavega virkað fyrir mig, ég hef verið á hjólum af og á í 15 ár og aðeins lent einu sinni í smá nuddi sem ég hefði sjálfur getað afstýrt. Lærði einmitt að hugsa svona við það tækifæri. Þannig að stærð eða tegund hjóls hefur nú ekki mikið að gera með slysatíðnina heldur ökumaðurinn, svo eru náttúrulega öðru hvoru slys þar sem ökumenn bæði hjóla og bíla geta ekkert gert, td þegar fólk kemur allt í einu yfir á öfugan vegarhelming oþh. Við erum bara sem betur fer flest svo heppin að lenda ekki í svoleiðis aðstæðum.