okey.
Ég á Suzuki RMX 50cc 2000 árgerð og ég fór með hjólið í skoðun í gær. Ég keyrði mig 30km úr skólanum mínum (ég bý í sveit) og fór í þessa skoðun. Þetta byrjaði allt vel, hann tékkaði á ljósunum og allt í lagi með það, ekkert að þeim og flautunni. síðan vildi hann fá að taka einn hring og ég leifði honum það að sjálfsögðu. þegar hann kom til baka sagði hann mér að það væri klossað í afturbremsu. hjólið haggaðist ekki. ég sá nú ekki í fljóti bragði vað það var en ég á eftir að kíkja á það í dag, en ef það væri ekkert meira en þetta þá væri ég ekki að skrifa. Hann sagði líka að hjólið færi OF HRATT það ætti ekki að komast nema í 50km hraða(það er 45) en hann fór í 70 þegar hann prófaði það og hann hélt að það færi hraðar sem það gerir að sjálfsögðu. Fyrir það setti hann miða á hjólið mitt sem stendur á “ UMFERÐ BÖNNUД ég má ekki keyra á hjólinu!!!!!!!!! og hann sagði mér að leiða hjólið í burtu en ég ýtti því fyrir hornið og keyrði svo að stað eftir að hafa losað bremsuna og var bremsulaus að aftan. kall spurði mig hvað ég hefði gert við hjólið svo það færi hraðar og ég segðist ekki hafa gert neitt. ég hringdi í strákinn sem átti hjólið á undan mér og hann sagði að Suzuki umboðið hefði tekið innsigli úr pústinu fyrir sig. ég hringdi í umboðið og þeir sögðust alldrei hafa tekið neitt innsiglu úr neinu hjóli og ég gat svo sem ekkert sagt við því og spurði þá hvað ég ætti ða gera svo það færi hægar til ða fá skoðun eða leyfi til að keyra aftur. þeir sögðu mér að sjóða plöfu fyrir pústið (ég veit ekki hvort fyrir enda eða þar sem það byrjar) og bora svo með 7mm bor á plötuna þá kæmist minna loft út og þá fer það að sjálfsögðu hægar. það er víst alltaf svona hálfmáni fyrir opinu þegar þeir selja hjólin fyrst. þeir í umboðinu kölluða þennað mann allgert fífl og drullusokk fyrir að hleypa mér ekki í gegn fyrir þetta og það tekur einginn svona hart á hraða. svo vissi þessi fyrrverandi eigandi um tvo sem eiga svona hjól og þeir hafa ekkert leint í neinmus svona. svo í fyrra fór ég með street magic hjól og fékk ekki skoðun (hjá sama manni) fyrir að vera eki með háan og láan giesla á framljósinu.það er flutt inn með einum geysla og það er ekkert grín að breyta því, og ég gerði það heldur ekki heldur seldi hjólið og keypti mér RMX. Finnst ykkur þetta ekki allget bull? Setjið þið(aðrir sem eiga nöðru) innsiglin í hjólin þegar þið farið í skoðun? þetta er allveg óþolandi. að fá bann fyrir þetta ? það keyrir einginn nöðrustrákur á 45 það er allveg ljóst. það breyta allir hjólunum sínum. hann á ekki að þurfa að prófa hjólið er það? gera menn það allmennt í skoðun á nöðrum? ég mundi vilja fá að vita ykkar skoðun á þessu!
Ómar