Sú var tíðin að heimsmeistarinn ók á Gas Gas, og á hverju ári er boðið upp á “Raga” útfærslu af græjunum, sem er þá með vönduðum blöndung (Keithin í stað Dellorto) og léttari gírkassa úr magesíumblöndu - sem léttir kvikindið úr svona 68 kílóum í 66 kíló.
Raga útgáfan er enn í boði, en ég er hræddur um að heimsmeistaratitlar vinnist ekki lengur á Gas Gas, Honda (Montesa) hefur verið að saxa á þá og jafnvel Sherco, en aðrir s.s. Beta og Scorpa deila botninum.
Talandi um Scorpa mótorhjólin. Þar á bæ ríkir greiðslustöðvun, en ólíkt hönnuðum Gas Gas þá hrinda hönnuðir hins franska Scorpa ýmsu í framkvæmd, s.s. þessu klifurfjórhjóli sem sýnt er á þessari síðu:
http://www.topspeed.com/motorcycles/motorcycle-news/scorpa-trials-quad-heading-for-production-ar32342.html
Skemmtileg hugmynd, en gengur kannski ekki alveg upp í praksís.
Nánar:
Thumpstar 110 CC árg. 2006, Yamaha WR 450 árg. 2005. Kitchen Aid hrærivél árg. 2005.