Ef ég væri þú myndi ég ekki kaupa bilaða nöðru á 20.000. Vinur minn keypti sér bilaða (handónýta) nöðru á 10.000 og svo einhverja varahluti á 12.000 minnir mig. Svo var hann meira en ár að reyna að koma þessu braki sínu í svona ágætis ástand og eyddi tugum þúsunda í varahluti í hjólið en allt kom fyrir ekki hún virkaði ALDREI. Ég á Suzuki TS 50 og þetta var Honda MT 50 og ég var NÝbyrjaður að hjóla þegar ég fór með honum og ég var ALLANN tímann á undan honum því að hjólið hjá honum virkaði ekki í hærri gírunum. En hins vegar var annar vinur minn á eins hjóli bara nýrra (MT árgerð 1990) og það er 70 og hann var á undan okkur allann tímann ég fór aldrei fram úr honum og það hjól er núna til sölu. Þetta er semsagt honda MT 70 árgerð 1990 mjög góð meðferð, lítið slitið, lítur vel út (sér lítið á hlífum), skrúfað dekk á felgu að framan fylgir, auka framdekk fylgir, tvær vélar (önnur sex hin fimm gíra), handhlífar fínir demparar, lítið slitinn sviss. Þetta hjól virkar AGALEGA vel og þú prjónar á því bara með því að standa aftarlega, kippa í stýrið aðeins og gefa inn. Eigandinn er að spá í að láta Sinisalo D-LUX búning með og glæsilegan AGV hjálm fara með hjólinu. Verð aðeins 75.000 og er allra krónanna virði.