Ég er búin að vera í smá vandræðum undanfarið með hjólið mitt sem er DR 350s og vandamálið er það að ég var að skipta um stimpil og fl í mótornum en eftir það fór í gang þá fretar það bara þegar það er komið upp á snúning,margir segja að þetta gæti verið kveikjan en ég vil bara ekki trúa því þetta var ekki aður en stimpillin fór.Ég er búin að taka blöndunginn og þrífa hann allan upp og skipta um kerti en dugaði ekki.Það dettur i gang og allt saman en þetta er búið að valda mér miklum hausverk.Ef ert með einhverja reynslu af dr350 eða veist mikið um vélavandamál láttu mig þá vita hvað það gæti verið sem er að valda mér þessum vandræðum.
KV