Það þýðir lítið að hafa bara kraft blöndung og púst, helst verður að redda sér kraft cilinder og þá er ég ekki bara að tala um 70cc eitthvað, heldur þarf helst að hafa cilinder sem er með stærri eða breyttum portum sem skila öllu flæðinu sem best í gegnum mótorinn, original cilinderinn virkar bara ekki jafn vel þegar að búið er að bora hann út, því hann miðast bara við 49,9cc. Sá besti cilinder sem ég hef séð mældist 66,?cc, af malossi gerð og var úr áli, hann var með fleiri portum og einig var soggreinin (manifoldið)í að minnsta kosti 5mm stærri í þvermál heldur en í original. Núna í haust seldi ég mína ástkæru nöðru með þessum cilinder einum frænda mínum, hann og annar frændi minn (á alveg eins hjóli fyrir utan téðan cilinder) hafa verið að leika sér uppi í sveit enda ekki með próf ennþá, allavega… þá virðist mitt hjól alltaf hafa vinninginn í flestu sem þeir gera, hvort sem er í torfærum eða bara plain kappakstri. Því mæli ég með því að þið nöðruguttar reynið að redda ykkur einhverju álíka þó það kosti 50% meira en eitthvað dót, þetta virkar og þið sjáið ekki eftir því!!!! Fékk minn nýjan með hjólinu og asnaðist til að spyrja ekki eftir því hvar hann var keyptur, fann bæði í Súkkur og hondur á netinu en ekkert fundið á Fróni (Íslandi).
PS: hafði einu sinni DR650 í torfæru á þessu hjóli !!!!honest!!!;)