Nú eru hjól mismunandi eins og þau eru mörg. Ég ákvað að fá verð í nokkur af helstu hjólum í bransanum og bera þau saman.

Byrjum á 450F hjólunum

Kawasaki KXF 450:

Seljandi: Nítró
Árgerð: 2007
Verð: 850.000 kr.-

Honda CRF 450:

Seljandi: Bernhard
Árgerð: 2007
Verð: 869.000 kr.-

KTM SX 450:

Seljandi: Moto/KTM
Árgerð: 2007
Verð: 999.000 kr.-

Suzuki RMZ 450:

Seljandi: Suzuki
Árgerð: 2007
Verð: 847.000 kr.-

Husqvarna TC 450:

Seljandi: Pukinn
Árgerð: 2007
Verð: 858.000 kr.-

Yamaha YZF 450:

Seljandi: Yamaha/Toyota
Árgerð: 2007
Verð: 1.019.000 kr.-

Ef við hugsum bara um verðið þá væri hagstæðast samkvæmt þessu að kaupa sér Suzuki RMZ 450 og Kawasaki KXF 450, síðan verður bara hver og einn að ráða hvað hann fær sér. Verðið kemur mér frekar á óvart hjá KTM og Yamaha þar sem mér fynst það vera alltof hátt. Sigurvegarinn í þessum flokki er Suzuki með lægsta verðið.



Næst skulum við taka 250F flokkinn og þau hjól eru líklega þau vinsælustu í ár og þess vegna myndi ég búast við að það væri keppni um að hafa hjólin eins lág og hægt er.

Kawasaki KXF 250:

Seljandi: Nítró
Árgerð: 2007
Verð: 790.000 kr.-

Honda CRF 250:

Seljandi: Bernhard
Árgerð: 2007
Verð: 839.000 kr.-

KTM SXF 250:

Seljandi: Moto/KTM
Árgerð: 2007
Verð: 909.900 kr.-

Suzuki RMZ 250:

Seljandi: Suzuki
Árgerð: 2007
Verð: 790.000 kr.-

Husqvarna TC 250:

Seljandi: Pukinn
Árgerð: 2007
Verð: 798.000 kr.-

Yamaha YZF 250:

Seljandi: Yamaha/Toyota
Árgerð: 2007
Verð: 998.000 kr.-

Aftur fáum við sömu sigurvegarana og í 450 flokknum s.s. Suzuki og Kawasaki. Verðið er hreint út sagt frábært hjá þeim. Ég furða mig hinsvegar aftur á því að Yamaha er með 250F hjólið á rúmlega miljón kall sem mér fynst t.d. vera of mikið. KTM koma svo með næst dýrasta hjólið.

Þá er það 250 tvígengis…….

Kawasaki KX 250:

Seljandi: Nítró
Árgerð: 2007
Verð: 750.000 kr.-

Honda CR 250:

Seljandi: Bernhard
Árgerð: 2007
Verð: 790.000 kr.-

KTM SX 250:

Seljandi: Moto/KTM
Árgerð: 2007
Verð: 819.900 kr.-

Suzuki RM 250:

Seljandi: Suzuki
Árgerð: 2007
Verð: 750.000 kr.-

Yamaha YZ 250:

Seljandi: Yamaha/Toyota
Árgerð: 2007
Verð: 879.000 kr.-

Ekki kemur það að óvart að enn eru Suzuki og Kawasaki með yfirhöndina og kemur síðan Honda þar strax á eftir, í fyrstu þrem flokkunum sem ég er búinn að fara yfir er Suzuki og Kawasaki með mikla sjáanlega yfirburði á verði. Enn eru Yamaha menn á toppnum, í þessum flokki hefur KTM komist niður um eitt sæti og bjóða þannig þriðja besta verðið á 250 tvígegnis hjólum á Íslandi í dag. Husqvarna situr hjá í þessum flokki þar sem ófullnægjandi upplýsingar voru á heimasíðu púkans.



125 flokkurinn. Já þá erum við komin af tvígengis sprengjunum sem allt afl er notað til fulls. Í þessum flokki myndi ég halda að umboðin væri að berjast um að halda verðunum eins mikið niðri og hægt er. Við sjáum þetta allt hér fyiri neðan.

Kawasaki KX 125:

Seljandi: Nítró
Árgerð: 2007
Verð: 599.000 kr.-

Honda CR 125:

Seljandi: Bernhard
Árgerð: 2007
Verð: 729.000 kr.-

KTM SX 125:

Seljandi: Moto/KTM
Árgerð: 2007
Verð: 769.900 kr.-

Suzuki RM 125:

Seljandi: Suzuki
Árgerð: 2007
Verð: 698.000 kr.-

Husqvarna CR 125:

Seljandi: Pukinn
Árgerð: 2007
Verð: 638.000 kr.-

Yamaha YZ 125:

Seljandi: Yamaha/Toyota
Árgerð: 2007
Verð: 798.000 kr.-

Í þessum flokki er Kawasaki með yfirburði. Svo kemur Husqvarna og svo Suzuki. Enn er Yamaha dýrasti og verður sennilega lítil sem engin breyting á því. Þetta voru svona helstu verðin á vinsælustu hjólunum. Samkvæmt verðsamanburðinum voru það Kawasaki sem vann þessa verðkönnun.

ATH! Ekkert er farið ofan í gæði og gildi hjólanna, aðeins og fjallað um verð hjólana. Vefsíðan tekur enga ábyrgð á þeim óþægindum sem fólk gæti lent í vegna rangra verða en öll verð voru fengin á heimasíðum mótorhjólaumboðana.