Ég er orðinn svolítið forvitinn núna.
Ég er tiltölulega nýkominn á hjól, búinn að vera með
próf í meira en ár, en eignaðist mitt fyrsta hjól í sumar.

Mánudaginn 1. Oktober tók ég hjólið af númerum, og skilaði þeim inn, en átti þá bara eftir að fara með hjólið þangað sem ég ætlaði að geyma það yfir veturinn.
Þannig að hjólið stóð bakvið heimahjá mér.
Þá var ætlunin líka að færa hjólið laugardaginn 6. oktober í hús til geymslu yfir veturinn.

En föstudaginn 5 oktober (föstudagskvöld) var hjólinu stolið!
Hjólinu, sem er blátt Suzuki GS500E, var stolið úr porti bakvið
Snorrabraut 35.
Þetta er í rauninni bara húsið hliðiná BíóBorginni(?) Snorrabraut.
Og þar, bakvið, inn í porti, var hjólið.

Hversu algengt er eiginlega að svona lagað gerist???!???

Eins vil ég biðja ykkur um að hafa augun opin, hvort hjólið sjáist einhvernstaðar milli húsa eða í bakgarði.

Því miður er ég ekki með mynd af hjólinu núna á tölvutæku formi,
en ég mund redda því eftir helgi.
Afturámóti vill hvet ég fólk ef það á leið framhjá vélhjól og sleðum uppi á höfða að kíkja þar inn, því þar inni er auglýsing
og tvær myndir af hjólinu.


Ef einhver sér hjólið eða grunar hvar það gæti verið niðurkomið,
þá væri vel þegið ef þeim skilaboðum væri komið áleiðis til starfsfólks Vélhjól Og Sleða.


Annað kannski sem vekur upp spurningar…
Hversu auðvelt er það nú að koma hjólinu í umferð.
Ef hjólið yrði nú sprautað upp á nýtt, og serial númerin afmáð,
er þá eitthvað mál að “nýskrá” hjólið?
Auðvitað er náttúrulega alltaf hægt að setja bara einhver önnur númer á hjólið og vona að því sé ekki flett upp af laganna vörðum.


En endilega, hafið augun opin.

- Natti