Þegar maður skoðar fréttasíður bifhjólasamtakana og klúbba virðist allt vera sem við mátti búast menn hafa hjólað mikið og skemmt sér konunglega í sumar . Því miður urðu nokkur slys og við mistum tvo menn úr okkar röðum og samhryggist ég aðstandendum þeirra. Samt verð ég að segja að 4-5 alvarleg slys í sumar er ekki í samræmimi við verð á tryggingum, mér sýnist líka að í 3 af þessum tilfellum var slysið af völdum bifreiða , þannig að tryggingar þeirra greiða tjónið.
Ég hef verið að vafra um vefin og reyna að fynna upplýsingar um fleiri tjón en áranguslaust.
Þannig að mér dettur hellst íhug að fleiri hugsi eins og ég gerði núna á dögunum þegar ég lennti í að detta illa á hjólinu mínu. Ég er með samning við mitt Tryggingafélag og þegar ég fór að skoða málið sá ég að frekar en að tilkynna tjónið og fá bættar skemdir á hjólinu og vinnutap vegna slyssins sem er x margar vikur og lenda í því á næsta vori þegar ég set á númer að fá stóran tryggingareikning af því að ég lennti í slysi, og ekki möguleiki á samning eins og síðasta sumar , ákvað ég að taka á mig tjónið og hjóla á næsta ári.
Og þá er spurningin HVERS VEGNA ER ÉG AÐ TRYGGJA YFIR HÖFUÐ ef það er bara vegna þriðja aðila, sá hluti tryggingarinar er ekki svo dýr heldur Ökumanns og farþega tryggingin.
Þetta er bara pæling vegna þess að ég veit að það urðu fleyri slys en koma framm opinberlega .
Líttu tvisvar og lifðu