Mikið af fólki sem stundar mótorhjólasportið í dag kaupa sér hjálma.
Fólkið leitar af ódýrasta hjálmnum og samt vilja þau hafa hann flottan.
Þú átt aldrei að gera þetta, fáðu þér eins þekkt merki og þú getur, einnig eins dýran og þú hefur efni á. Hjálmurinn er svo mikil vörn að það er varla hægt að skilja það.
Hjálmurinn er heilans eina vörn þegar þið eruð að hjóla, og ekki treystir þú einhverju drasli sem þú kaupir á 400kr.- í Tiger.
Ef þú missir hann og það kemur sprunga í hann, þá skalt þú kaupa nýjan, alls ekki nota hjálm með sprungu, hann veitir alls ekki jafn mikla vörn og þegar skelin er heil.
Líka er mikilvægt að velja rétta gerð, ef þú kaupir hjálm sem er ekki lokaður þá áttu í hættu á því að þú skallir stýrið ef þú rekst á einhvern smáhlut. Lokaðir hjálmar eru bestir og verja mest að mínu mati.
Mx – Enduro hjálmar
Götuhjólahjálmar
Notið hjálm =)
Hvernig hjálm eigið þið ?
Hvaða merki ?
Öryggið á toppinn, kv. Godmende