Að taka prófið tekur nokkra klukkutíma, bóklega og verklega… Þú mætir í bóklegann tíma og færð þar æfingarleyfi, sem byrjar ekki að virka fyrr en þú færð tilheyrandi stimpla og undirskriftir: sýslumaður þíns bæjar eða lögreglustjórans í reykjavík verður að kvitta og tryggingarfélagið þitt verður líka að kvitta.
Þegar kennarinn sem kennir þér bóklega hlutann lætur þig fá æfingaleyfisbréfið (án undirskrifta) lætur hann þig líka fá umsókn um ökuskírteinið. þegar þú telur þig tilbúinn í að taka prófið verður þú að fylla út umsóknina og fara með umsóknina til Lögreglustjórans í rvk. eða sýslumanns þíns bæjar.
Þegar þetta er gert fær ökukennarinn skilaboð um að umsóknin sé komin inn og hann hringir og biður þig að mæta í próf. Að prófi loknu þá færðu kvittun um að prófi hafi verið náð, ef ekki færðu aðra umsókn og reynir aftur.
Æfingarleyfið er í mestalagi í 3mánuði, það er örlítill möguleiki á að framlengja en það er erfitt og þarftu góða afsökun!
Þú færð ekki að hefja ökunámið, hvorki hjá ökukennara né bóklegs kennara fyrr en þú hefur náð 15 ára aldri. Sem þýðir að þú færð ekkert æfingarleyfi nema þú hafir aldur til.
Það hafa komið upp mistök sem eru t.d. þannig að ökukennari lætur nemanda fá æfingarleyfi áður en hann fer í bóklegt nám en samt getur hann ekki lagt inn umsókn um ökuskírteinið fyrr en hann hefur lokið náminu til fulls. Einnig hafa komið upp mál eins og að þegar nemandi fær afhent skírteini að hann fær bílpróf eða A-réttindi(bifhjól stærri en 50cc) en ef þú ert stoppaður með það ertu ekki í góðum málum.
Vonandi hjálpar þetta fólki sem er að senda inn korka um þessi mál og vill ég byðja alla um að vera dugleg að senda inn greinar, myndir og kannannir því að á þessu áhugamáli er ég og fleiri mest og að sjálfsögðu er flott að leggja sitt að mörkum við að halda þessu lifandi!
Tenglar á síður ökuskóla og á síður sem selja góð hjól:
www.bilprof.is
Mæli Með !
www.okuskoli.is
Nítró
Mæli Með !
Peugot
Vélsport
ekkert góð síða en ódýr og ágæt hjól
Yamaha
þá er þetta mest allt komið
Sjáumst heil á húfi ;)
kv. Godmender.