KTM 450 SX-f (449cc)
Þetta er einmitt fjórgengis hjól með fjóra gíra og er með svokallað E-start.
Hjólið er 104 kg. og tekur 8 lítra af bensíni.
Bremsurnar eru góðar og fjöðrunin er æðisleg. Bremsurnar eru einmitt 260mm diskur að framan og 220mm diskur að aftan.
Fjöðrun að framan er hvorki meira né minna 11.85” og 13.19” að aftan, og telst það að mínu mati mjög góð fjöðrun. Öflugt og gott hjól fyrir keppnina.
990 Super Duke (999cc)
Þetta er vökvakælt 6 gíra fjórgengis hjól. Það er mjög þungt (184kg) og tekur 15 lítra af bensíni.
Fjöðrun er 5.31” að framan og 6.3” að aftan. Bremsubúnaður eru diskar að framan og aftan. Að framan eru það tveir brembo 4-piston diskar sem eru hvor um sig 320mm. Að aftan er það 240mm diskur. Mjög fínt hjól fyrir innanbæjar fíflaskap.
950 Super Enduro-R (942cc)
Þetta magnaða hjól er ofur öflugt og er að sjálfsögðu vökvakælt. Það er 6 gíra og er fjórgengis. Hjólið sjálft er 185kg. og tekur 13 lítra af bensíni. Bremsur að framan eru tvöfaldir 300mm diskar og 240mm diskur að aftan, einnig tvöfaldur. Fjöðrunin er ágæt en hún spannar 9.84” að framan en 10.04” að aftan. Þetta hjól held ég að mundi ekki þjóna sínum tilgang á Íslandi.
Þetta voru þrjú KTM hjól og eru þau öll flott. Hinsvegar valdi ég mynd af 990 Super Duke til að senda með en það hjól finnst mér óendanlega töff.