Midnight Warrior frá Yamaha.
Þetta er hjól frá Yamaha sem flokkast undir “hippa”.
Þetta er 1670cc hjól, 5 gíra og loftkælt. Fjöðrun að framan er 5.3” og 4.3” að aftan. Á hjólinu eru 282mm diskabremsur að aftan er það eru tvöfaldir 298mm diskar að framan. Þegar þú situr á hjólinu ertu 28.7 tommur frá jörðinni s.s. er sætis hæðin 28.7”. Hjólið tekur 4 gallon af bensíni og er 606lb. Hjólið færðu aðeins kolbikarsvart enda er þetta Midnight Warrior. Þetta er breytt útgáfa af Warrior sem er orginal útgáfan.
Royal Star Tour Deluxe frá Yamaha
Þetta er hjól frá Yamaha sem flokkast undir “hippa”.
Hjólið er 1294cc, 5 gíra og vökvakælt. Fjöðrunin er 5.5” að framan og 4.1” að aftan.
Þetta hjól hefur einnig diskabremsur en á þessu eru tvöfaldir 298mm diskar að framan og 320mm diskar að aftan. Sætishæð er 29.1” og tekur bensíntankurinn 5,3 gallon af bensíni. Hjólið er 787lb.
Virago 250 frá Yamaha
Þetta er hjól frá Yamaha sem flokkast undir “hippa”.
Þetta hjól er 249cc, 5 gíra og loftkælt. Fjöðrunin er 5.5” að framan og 3.9” að aftan. Bremsubúnaður er 282mm diskur að framan og 130mm drum bremsa að aftan. 27” sætishæð er á þessu hjóli og er það 302lb. Hjólið tekur 2.5 gallon af bensíni sem er fínt í innanbæjarakstri.
Þetta eru þrír “hippar” frá Yamaha eins og þið sjáið og er ég mest skotinn í Midnight Warrior af þessum svo að ég skelli mynd af því hjóli með.
Hafiði einhverja reynslu af svona hjólum ?
Deilið sögum með ykkur ef svo er.