
Það þarf að vera búið að taka próf til að mega keyra þessi hjól á götunni. Þessi hjól flokkast undir létt bifhjól og próf á þau kallast M-réttindi.
Í prófinu er svokallaður bóklegur hluti og verklegur hluti. Verð fyrir bóklegan hluta er oftast um 12-15þús krónur en verð verklega hlutans er mjög misjafnt, enda fer það eftir því hvað þú ferð í marga og hvað hver kennari vill.
Hjól fást með skráningu og án skráningu. Ef stefnuljós og annar útbúnaður er á hjólinu er ekkert mál að fá skráningu fljótt og er það ekki mjög dýrt. Það er skylda að vera með hjálm en enginn frekari útbúnaður er skyldugur á léttbifhjóli.
Ef þið eruð að pæla í að kaupa ykkur vespu eða skellinöðru mæli ég með www.nitro.is og www.yamaha.is