Hversvegan þura sumir menn að vera að eyðinleggja hjólinn sín sem þeir hafa keypt dýrumdómum?
Er maðurinn ruglaður hann er að eyðinleggja hjólið?
Af hverju kaupir hann ekki bara tilbúið custum hjól í staðin fyrir að eyða öllum þessum tíma og fyrirhöfn í að breita hjólinu . Þetta er það sem við þessir skrítnu sem vilja vera á mótorhjóli sem er ólíkt öllum öðrum fáum oft að heyra, svarið er einfallt það skiptir engu kvort eg kaupi gamalt eða nýtt hjól ég þarf að fara með slípirokkin á það og aðlaga það mínum persónuleika .Mér er það eðligslægt,og ég veit að það eru fleiri þess vegna ákvað ég að setja saman svona how to og how not to lista ef einhver gæti nýtt sér þá þekkingu sem ég hef safanað mér, sumt tek ég úr blöðum og bókum annað er reynsla.
How to og how not to 1-10
1.Stýri

það eru tveir sverleikar af stírum 1”(harley og nokkrar gerðir af japönskum króm hippum) og 7/8 (Japönsk og Bersk hjól). Fyndu út hvernig þetta er á þínu hjóli. Hækkanir , handföng og stjórn eru gerð fyrir hvort um sig og passa ekki á milli. Næst er að ákveða hvernig stýri á að kaupa þar er úr mörgu að velja Drag sem er nokkuð beint, Ape sem er hátt easy rider stýri, Z-stýri lítur út eins og U nema beinar línur í rammanum, pulback , ramhorn , bulhorn ofl. Og þeir sem eru virkilega frumlegir kaupa sér rör fynna beyjuvél og smíða stýri eftir eigin höfði.
Eitt ber að athuga að þó stýrið sé flott er ekki víst að hægt sé að stjórna hjólinu með því.

2. Bensíntankar.

Flestir custom tankar líkjast Harley tönkum þó eru nokkrar undantekningar “ mustang, peanut, Líkkistur,ofl.
Eitt sem þarf að athuga er hvað tekur tankurinn af bensíni , ef maður hjólar langar vegalengdir er leiðinlegt að vera með aukabrúsa sem maður gleymir að fylla á og verður svo bensínlaus.
Huga þarf að hvernig tankurinn á að sitja þannig að bensínið náist allt út.
Ekki er gott að síðust lítrarnir sitji alltaf eftir í tankinum. Margar gerðir eru líka af bensínlokum. Best er að aðlaga tankfestingarnar að stellinu og ef setja þarf nýjar sjóða þær á en ekki skrúfa , varast skal að bora í grindina það veikir hana.

3. Sæti
Aðal ástæðan fyrir því að skipta um sæti er lækkuð áseta . Standard sæti eru oftar en ekki stór fyrirferðamikil og ekkert sérstök fyrir augað. Í dag er hægt að kaupa margar gerðir af sætum sem eru flott einnig má láta sérsmíða þau.
Hafa ber í huga hvernig er að sitja í sætinu ,það er ekkert gaman að hjóla í óþæginlegu sæti þótt það sé flott. Farþegasæti þarf líka að hugsa um. Ef maður ferðast mikið með farþega ég veit af reynslu að sambandið milli mín og farþegans míns var ekki gott eftir 200km akstur á misjöfnum vegum sitjandi á 2mm þykku dömubindi 15x10cm boltað á afturbrettið.
Mikið var ég fljótur að endurhanna það.

Framhald.
Líttu tvisvar og lifðu