Ég veit að margir hafa legið í pælingum um hvernig skellinaðra hentar þeim best. Ég ætla því að búa til smá grein þar sem skortur er á þeim um svona helstu nöðrurnar.
Suzuki RMX
Þetta hjól er að mínu mati mjög gott. Flott útlit og góð fjöðrun.
Gírar: 6
Bremsur: Diskar að framan og aftan
Stærð dekkja: Framan 21“ og aftan 18”
Þyngd án bensíns: 93 kg
Start: Kickstart
Tankur: 8.5 l
Verð: 260 þús nýtt.
http://www.50cc-motorcycles.com/pictures/suzuki/rmx50-01.jpg
Suzuki ts
Þetta hjól eiga mjög margir hérna á klakanum. Að mínu mati er þetta ágætis hjól. Vantar pínu kraft finnst mér en annars allt í lagi. Fín fjöðrun. Mér finnst þau reyndar vera pínu klunnaleg. Svona helsti gallinn við þetta hjól er að gírkassinn verður soldið fljótt leiðinlegur eftir mikla notkun.
Kæling: Loft
Hp: 7.3 (orginal)
Gírar: 6
Bremsur: Skálar að framan og aftan
Dekk: 21“ að framan og 18” að aftan
Þyngd: 88 kg
Bensíntankur: 8.5 l.
Start: Kickstart
Verð: Færð þessi hjól ekki notuð en almennt verð er frá 0-100 þús. Fer eftir ástandi.
http://www.50cc-motorcycles.com/pictures/suzuki/tsx50-1.jpg
Honda mt5
Svona tæki á ég einmitt, árg. 96. Þessi hjól eru þekkt fyrir að vera sterk og endingagóð. Ég get alveg tekið undir það. Hjólið er mjög létt að framan og ekkert mál að prjóna.. en samt ekki langt. Enda eru skellinöðrur ekki mikið að prjóna.
Mjög góður gírkassi fylgir hjólinu sem er mjög smooth og gott að eiga við. Afturfjöðrunin er reyndar öðruvísi en á flestum hjólum þar sem 2 demparar koma út að aftan næstum út í dekk. Að mínu mati finnst mér það ekkert voðalega smart en þeir virka samt fínt. Ef þú tekur innsiglið úr pústinu og setur 70cc kit þá ertu að ná hátt í 90 km/h. Eini gallinn við þau er að það er frekar lítið. Mig minnir að það sé með 19“ dekki að framan og 16” að aftan. Bara mjög góð hjól enda Honda ;)
Kæling: Loft
Gírar: 5
Bremsur: Skálar að framan og aftan
Þyngd: 81 kg
Start: Kickstart
Tankur: Eitthvað um 8 l.
Verð: Færð þau ekki ný en verð er á bilinu 0-120 þús. Fer eftir ástandi
http://im1.shutterfly.com/procserv/47b5d607b3127cce93e4126322ba00000016108AbsnLdi0aOf
Honda MTX
Þegar þessi hjól voru framleidd höfðu honda menn í huga að framleiða hjól sem líktist krossara. Útkoman var hið fínasta hjól en fremur þungt og skortur á kraft.
Kæling: Loft
Gírar: 6
Bremsur: Skálar að framan og aftan
Start: Kickstart
Verð: Færð það ekki nýtt en verð á notuðu er á bilinu 0-100 þús.
http://www.50cc-motorcycles.com/pictures/honda/mtx50-01.jpg
Lýsingarnar á hjólunum fara bara eftir mínum skoðuðunum og reynslu.