Dempararnir að framan eru farnir að leka, og ég er ekki alveg 100% á því hvað er að en ég tel að pakkningarnar (gúmmíið ?) sé ónýtt, ég keypti nefnilega nýjan dempara hittífyrra og trúi ekki að þeir séu ónýtir.
En ég er nokkuð forvitinn um það hvernig og hversu mikið mál það er að skipta um þessi gúmmí og hversu mikið af olíu ég á að setja í þá þegar búið er að skipta um gúmmí?
Er ekkert mál að skipta um þetta eða ætti ég að fara með hjólið á verkstæði? Ég hef ekki hundsvit á hjólum en gat alltaf lagað Sukkuna mína (bílhræ) sjálfur. Þannig að ég er ekki alveg grænn í viðgerðum.
Gera þetta sjálfur / eða Verkstæði?
Ef þið segið verkstæði, þá spyr ég hvaða verkstæði taka á móti hjólum?