Vegna umræðna undanfarið um svo kallaða land og umhverfisvernd þá vil ég vekja til umræðu um það hvort það sé ekki kominn tími til að stofnuð verði óháð samtök fólks sem vill njóta þess sem landið okkar hefur að bjóða án þess að ofstækisfull og hugsanlega hlutdræg samtök/stofnun á borð við Landvernd starfi á móti okkur útivistar fólki.

Ef nokkur hópur fólks getur talist til útivistarfólk þá er það jeppa og mótorhjólafólk landsins auk að sjálfsögðu göngu og reiðhjólafólks sem í mörgum tilfellum komst á sitt útivistarsvæði með vélknúnuökutæki eins og t.d. jeppabifreið.

Mér finnst að það verði að fara að huga að hagsmunasamtökum fólks sem vill njóta náttúru Íslands óháð því hvort það er um borð í breyttum jeppa, pallbíls sem er tollaður sem vörubíll, mótorhjóli, hlaupaskóm, reiðhjóli eða hjólastól!

Hópur fólks sem oft er kallaðir umhverfisnasistar eða Grænfriðungar eða Græningjar eða fleira í þeim dúr er farið að vaða uppi í heiminum í of miklum mæli. Við höfum enn sem komið er náð að hafa stjórn á þessum ofstækishópum hér á landi, en í nágranna löndum eins og Noregi er orðið of seint at stöðva starfsemi þessara samtaka þar sem þau hafa náð að koma á lögum sem banna alla umferð vélknúinna farartækja um óbyggð svæði.

Þetta er eitthvað sem má alls ekki láta gerast á Íslandi. Allir eiga að eiga jafnan rétt til að ferðast um landið. Þau lög sem þegar eru í gildi sem banna allan akstur vélknúinna faratækja utanvega á landi eru fullkomlega fullnægjandi eins og þau eru. Að sjálfsögðu á áfram að vera leyfilegt að keyra faratæki á snjó og ógrónu landi með leyfi landeigenda.

Ég var fyrir stuttu við störf á Landeyjarsandi þar sem ég hitti fyrir bónda/landeiganda sem benti mér á gróna sandhóla á strönd við land hans. Hann spurði mig hvort mér finndist ekki skrítið að rétt hjá á landi nágranna hans væri ekkert nema sandauðn en á hans landi væru grónir hólar. Jú ég sagði að ég hefði tekið eftir því?
Já sagði hann, ég keyri nefnilega á sandinum og leyfi mótorhjólafólki að aka um sandana mína og það er alveg greinilegt að það er hægt að sjá hvernig gróðurinn festir rætur í hjólförum eftir traktorinn og önnur faratæki.

Svokallaðir umhverfissinnar eru oft ekki allir þar sem þeir eru séðir. Við skulum hlusta á fólkið sem hefur unnið og ræktað landið okkar í aldir. Það veit hvernig landið, gróðurinn og dýrinn haga sér.

Stofnanir eins og Landvernd og önnur svokölluð náttúruverndarsamtök verður hiklaust að setja stórt spurningamerki við hver séu raunveruleg markmið þeirra.

Til dæmis er Landvernd enn með auglýsingu frá Toyota (Yamaha!)á heimasíðu sinni og hefur þarafleiðandi fjárhagslegan styrk þeirra. Landvernd hefur haft stöðugan áróður í gangi um að breyta þurfi tollalögum vegna þess að það sé ósæmilegt að hægt sé að kaupa Bandaríska pallbíla á lægri gjöldum vegna þess að þeir séu tollaðir sem vörubílar vegna burðargetu sinnar. Bílar sem Toyota getur ekki keppt við í burðargetu eða verði.

Sjá áróðursbréf Landverndar til Fjármálaráðherra:
http://www.landvernd.is/frettirpage.asp?ID=1397