Polaris Sportsman 800 EFI. Ég ákvað að henda inn hérna smá prufukeyrslugrein.
Ef að þið sjáið þessa greina einnig á blyfot.is þá er ég sami höfundur að báðum greinunum þannig að ég hef fullan rétt til að senda inn greinina á báðum stöðum.
En njótið vel og endilega kommentið um greinina.
____________________________________________________

Polaris Sportsman 800 EFI.
Aflmikill vinnuþjarkur.

Ég fékk fyrir stuttu að prufa nýtt Polaris Sportsman 800 EFI fjórhjól.
Bara við það að heyra nafnið vissi ég að ég ætti von á einhverju rosalegu, sem var staðreyndin.
Þó að hjólið sem ég prufaði væri ekki keyrt nema 26 km og því ekki full tilkeyrt, þá var ekki hægt að prufa hjólið almennilega en samt sem áður tók ég smá hring á hjólinu og vil ég skrifa um þá reynslu.
Hjólið er í eigu Sigurðar Ívars sem er mjög góður frændi minn.
Eins og áður hefur komið fram þá er þetta Polaris Sportsman 800 EFI.
Vélin er ekki 800cc eins og margir halda heldur er hún í kringum 780cc útbúin EFI innspýtingu sem gefur þessu hjóli gífurlegan kraft.
Fjórhjólið er svo sett í gang og skemmtilegt og í senn vígalegt vélar hljóð kemur útúr tvöföldu pústkerfinu sem glittir í þegar maður horfir aftan á hjólið.
M eð vígalega vélarhljóðið malandi fyrir eyrunum var sest og farið rólega af stað svona á meðan maður var að venjast hjólinu.
Svo var því aðeins gefið inn, en alltaf passað að botna ekki hjólið, og maður fann hvað þetta hjól er svo mun kraftmeira heldur en 700 Sportsman fjórhjólin.
Maður tók eftir því að hjólið liggur eins alveg merkilega vel miðað við það að þetta er stórt og vígalegt fjórhjól.
Ekki þurfti nema rétt svo að snerta inngjöfina á hjólinu og afturendinn vildi ólmur komast framúr ef maður var í beygju.
Hjólið er sjálfstæðri afturfjöðrun og étur allar ófjöfnur á vegi manns verða og gerir hjólið einnig mjög stöðugt þegar kemur að hröðum akstri.
Einnig er hið frábæra “On-Demand All-Wheel Drive” sem virkar þannig að til að fá fullt fjórhjóladrif hvenær sem er og á hvaða hraða sem er þá er nóg að ýta á einn takka og hjólið fer nánast hvað sem er.
Gott geymslupláss er á þessu hjóli miðað við 700 Sportsman fjórhjólið.


Myndin er af þessu sama fjórhjóli í “aksjón”


Kv. Atli